Þriðjudagur, 24. júlí 2007
My God, hvað manni líður vel....
Jæja var að koma heim úr ræktinni, ég púlaði í 1 og 1/2 tíma í dag.
Ég byrjaði á skíðavél í 20 mín, fór svo og lyfti með þjálfaranum mínum, fór svo aftur á skíðavélina í 10 mín, aftur að lyfta og gera æfingar, fór svo aftur á skíðavélina í aðrar 20 mín og loks gerði ég rass og læra æfingar á dýnu. Fékk svo prótein drykkinn minn eftir æfingu og hann er geggjað góður á bragðið, ekki svona væmin. Svo er ég að taka inn töflur til að losa mig við umfram vökva í líkamanum.
Þjálfarinn minn er bara æðislegur, hann er hress og skemmtilegur og manni langar að standa sig vel. Á föstudaginn verð ég svo viktuð aftur og þá kemur í ljós............
Ég er bara svo feginn að vera byrjuð.
Fór svo og náði í skvísuna mína á leikskólann og komum svo heim. Þetta er búið að vera rosalega góður dagur og ég er mjög stolt af sjálfri mér hvað ég er dugleg.
Ætlum svo að hafa fisk í kvöldmatinn og drekka vatn, því jú það verður líka að passa matarræðið.
En ég ætla að kveðja í bili, fer svo í 20 mínútna labbitúrinn í kvöld.
En bestu kveðjur til ykkar sem þetta lesa, þangað til næst.
Pæjan
Tenglar
Engillinn minn
Vinir/aðrir Bloggarar
Hollar Uppskriftir og Matur
- Matarholan
- Matarvefurinn
- Á næstu grösum
- Heilsuhúsið
- Maður Lifandi
- Solla á grænum kosti
- Hvað er í matinn?
Soon to be babe´s (Átaksbloggarar)
Ýmsir tenglar
219 dagar til jóla
Hvað eru margir í átaki ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ sæta.
rakst á bloggið þitt og ákvað að kvitta fyrir mig.
Kv. Tinna
Tinna (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 17:06
Hæ skvísa
Loksins kemur eitthvað blogg frá þér.
Þú átt eftir að fara létt með þetta átak, þú hefur nú þrjóskuna til þess. En gagni þér rosalega vel í átakinu.
Sjáumst svo á þjóðhátíðinni,
kveðja frá Eyjum
Þóra Sigga (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 21:41
Hæ sæta. Hrikalega líst mér vel á þetta hjá þér, og ekki skemmir ef þjálfarinn er sætur OG skemmtilegur ;-) Það er ekki spurning að þú stendur þig í þessu þar sem þú ert búin að taka ákvörðun um að gera e-ð í málunum og farin af stað, það er nefnilega erfiðasti hjallinn. Svo nú er bara allt upp á við hjá þér og niður á við í kg fjöldanum ....... Verðum í bandi þegar við verðum komin suður aftur þar sem við erum í sumarfríi og erum bara að hafa það huggulegt. Knús og kossar til ykkar Dagný og co
Dagný (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.