Miðvikudagur, 25. júlí 2007
Vúhúúúúú.......Dagur 3 búinn :-)
Hæ, hæ...ég var að koma heim úr þjálfun, dagur 3 er búinn
Í dag var ég látin labba stigana í húsinu, tröppurnar eru 35 og ég fór 20 ferðir.....(s.s. Ein ferð var niður og upp) Og ég svitnaði sko VEL við það....hahahaha.
Síðan næst fór ég á skíðavél í 20 mín, hlaupabrettið í 20 mín og aðra skíðavél, þar sem þú þjálfar hendur líka í 20 mín líka.....I KNOW.....soldið erfitt en mér tókst það nú samt, maður er soddan þverhaus
Eftir það fékk ég próteindrykkinn minn, drakk hann og þá var dagurinn í dag búinn....svo á morgun fer ég að lyfta ÍKTUR TÖFFARI...
Var svo að ná í stelpuna á leikskólann og vorum að koma heim, förum að dúlla okkur eitthvað....
Er farin að passa mjög mikið matarræðið hjá mér líka, sem er bara gott mál
Ég verð að viðurkenna það að ég er að drepast í löppunum eftir daginn í dag en það er líka bara út af því hve lélegu formi ég er í.
Ég er auðvitað allt of þung svo er þetta mikið álag á hnén á mér.....en ég get engum nema sjálfri mér kennt um....svo ég ætla ekkert að vera að væla neitt meir um það, hahahaha
ÉG VONA AÐ ÉG HALDI ÁFRAM AÐ FÁ PEPP FRÁ YKKUR GÓÐA FÓLKI SEM ER AÐ LESA ÞETTA BLESSAÐA BLOGG MITT.....MÉR VEITIR EKKERT AF ÖLLUM ÞEIM STUÐNINGI, SVO KNÚS OG KOSSAR FYRIR ÞAÐ
Takk Dagný dúlla......já við þurfum endilega að vera meir í bandi þegar þú kemur, ég á líka eftir að koma í heimsókn. Og takk við hina líka sem hafa hafa ritað einhver komment, það hjálpar allt saman
En þangað til á morgun....kveð ég í bili og hafið það sem allra best
Kær kveðja Pæjan
Tenglar
Engillinn minn
Vinir/aðrir Bloggarar
Hollar Uppskriftir og Matur
- Matarholan
- Matarvefurinn
- Á næstu grösum
- Heilsuhúsið
- Maður Lifandi
- Solla á grænum kosti
- Hvað er í matinn?
Soon to be babe´s (Átaksbloggarar)
Ýmsir tenglar
336 dagar til jóla
Hvað eru margir í átaki ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ sæta rosa ertu nú dugleg , rosa stolt af þér haltu þessu áfram. ´Verð að fara taka þig til fyrirmyndar
love you
kveðja Jórunn
jórunn (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 16:16
Hæhæ Lulla mín. Mikið er ég stolt af þér að drífa þig í þetta, tórt skref en það er alltaf góð tilfinning eftir að maður er búin að hreyfa sig puðið er búið, ég skal vera með þér þarna í huga og svitna og púla með þér hehehe en allavega Marta kemur heim um næstu helgi hlakka geðveikt til jibbí..... en hafðu það gott og bið að heylsa
Nanna (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.