Jæja.....önnur vikan búin :-)

Hæ, hæ....já þá er 2 vikan búin og mín búin að standa sig eins og hetja  Grin

Í dag var ég að brenna...ég fór á skíðavélina í 30 mín, svo á hlaupabrettið í 10 mín og svo aftur á skíðavélina í aðrar 30 mín  Sick Já  þetta var erfitt ennnnnn ÉG gat það...stolt af sjálfri mér.

Á mánudaginn síðasta s.s. Þann 23 júlí var ég 121,9 kg, í dag þegar ég fór á viktina eftir æfingu var ég 116, 3 kg....það eru farin 5 kg og 600 gr  W00t Ég er mjög ánægð með árangurinn og er sko líka alveg búin að púla þokkalega mikið. Ætla mér að vera komin í ca 114 næsta föstudag þegar þjálfarinn minn kemur til baka......Grin  ÉG GET, ÉG SKAL, ÉG ÆTLA....

Ég fór síðan og náði í litlu skvísuna mína á leikskólann og síðan fórum við heim Joyful

Á svo að hvíla mig á morgun og láta strengina líða úr mér.....Sleeping En svo á sunnudaginn fer ég líka á þrekhjólið í 30 mín og í labbitúrinn minn í 20-30 mín. Það þýðir ekkert að hætta....ég ætla að taka þetta með TROMPI Cool

En ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í dag gott fólk, bið alla að fara varlega um helgina og MUNIÐ......NEI ÞÝÐIR NEI.....Devil You know the rest....right?

Já eitt áður en ég kveð.....Þakkir til þeirra sem hafa kommentað og gefið mér pepp....það hjálpar mér ótrúlega mikið.....endilega verið dugleg að KVITTA  Wink Thank you o so much guys Heart

Kv. Pæjan Kissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá hvað þú ert búin að vera dugleg, mig vantar einmitt spark í rassinn. Heyri svo betur í þér á msn ætla fá að vita allt um þennan frábæra árangur hjá þér.

Júlla (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 16:32

2 identicon

Sæl

Ég þekki þig ekki neitt en langaði að óska þér til hamingju með árangurinn. Þetta er þvílíkt erfitt fyrst en þegar æfingarnar eru komnar inn í þína daglegu rútínu eftir smá tíma, þá verður þetta allt mikið auðveldara. Ég er sjálf í átaki hjá einkaþjálfara, er 100+ og hann gefur ekkert eftir, enda á hann ekki að gera það. Vona við fáum báðar þá útkomu sem við viljum, en munum að það tekur tíma en er líka árangur til frambúðar. Ég átti lygilega auðvelt með að hætta að drekka gos og borða nammi, var fíkill í bæði og með því held ég að þetta hafist betur.

Baráttukveðja til þín

Átakssystirin Hafdís. 

Hafdís (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 16:34

3 identicon

Vildi bara óska þér til hamingju með árangurinn...keep up the good work :)

Dáist að duglegu fólki og mundi óska þess að ég mundi nenna að dratta mér af stað í ræktina.

Gangi þér vel og góða helgi bara

Tinna (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 16:41

4 identicon

aðdáunarvert ... mun fylgjast með þér

þú ert manni innblástur 

dröfn (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 17:17

5 identicon

Sæl! Gaman að fylgjast með hve vel þér gengur. Ég er einmitt að hugsa um að fara til einkaþjálfara en vil fara til einhvers sem mælt er með. Hvar ert þú að æfa og hvað heitir einkaþjálfarinn þinn? Og eins þú, Hafdís, sem skrifaðir athugasemd  hvað heitir þinn þjálfari og hvar er hann?

Ég hef nefnilega verið með þjálfara sem mér fannst hræðilegur og það var svo sorglegt að eyða öllum þessum peningum og fá ekkert út úr því þannig að ég vil velja betur núna

Jónína (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 20:23

6 identicon

Frábært hjá þér, ég fór í fyrsta göngutúrinn í langan tíma í kvöld og svei mér þá ég hélt að ég yrði eftir í runnunum og myndi finnast eftir helgi.............

Er að drukna í kókdrykkju sem ég verð að taka á nú þegar !!

Kristín (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 23:49

7 identicon

Hæ skvís

Þú ert ekkert smá dugleg í þessu og tekur þetta með trompi.

Kærar þjóðhátíðarkveðjur.

Vildi að þú værir hérna hjá mér

Þóra Sigga (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 18:21

8 Smámynd: Eva

Þú ert hetjan mín lovu u

Eva , 4.8.2007 kl. 18:54

9 identicon

Halló sætan mín. Æðislegur árangur hjá þér :* Hlakka til að sjá þig og veit að þú getur þetta :) Ég er aðeins byrjuð :D Peppum bara hvora aðra upp :) Koss og knús sætust. Esther frænka

Esther frænka (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðlaug Birna
Guðlaug Birna
Hæ hæ , ég er 28 ára ung kona og bý í Reykjavík ásamt 3 ára dóttur minni. Ég er í skóla og mér finnst skemmtilegast að vera með litlu pæjunni minni, syngja, semja ljóð, mála ofl.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Hvað eru margir í átaki ?

Ert þú í átaki...?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband