Mánudagur, 13. ágúst 2007
Ekkert fjör á þessum bæ.......
hæ, hæ allir.......héðan er ekki gott að frétta því að við mæðgurnar liggjum í ógeðslegri pest
Við náðum okkur í einhverja pest og erum búnar að vera lasnar síðan á laugadagskvöld ........og það er ekki bara eitthvað eitt heldur erum við báðar með háan hita, beinverki dauðans, hornös, eyrnaverk og ég er með hálsbólgu
Já þetta er sko ekki skemmtilegt ástand og við liggjum bara eins og klessur
Ég fór því ekki í ræktina í dag og fer ekki á morgun með þessu áframhaldi ......sem ég er ekki að fíla, því að nú er þjálfarinn minn kominn aftur, en NEI þá þarf ég endilega að verða lasin.....*pirr*
Jæja það þýðir víst lítið að vera að böggast yfir þessu.....vildi bara leyfa ykkur að fylgjast með svo þið hélduð nú ekki að ég væri búin að gefast upp
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra, því ég er ekki í neinu standi að vera að blogga neitt núna.....hafið það gott og ég heyri í ykkur um leið og okkur er farið að batna
Kær kveðja Pæjan
Tenglar
Engillinn minn
Vinir/aðrir Bloggarar
Hollar Uppskriftir og Matur
- Matarholan
- Matarvefurinn
- Á næstu grösum
- Heilsuhúsið
- Maður Lifandi
- Solla á grænum kosti
- Hvað er í matinn?
Soon to be babe´s (Átaksbloggarar)
Ýmsir tenglar
336 dagar til jóla
Hvað eru margir í átaki ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Láttu þér batna!
Dídí (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 14:43
Hæ hæ.....
Takk fyrir það....sniðugt þetta sem þú ert að tala um á síðunni þinni...alveg spurning að prufa þetta í kvöld :o)
Annars er ég bara að kafna úr kvefi og pirrig í öllum líkamanum....hundleiðinlegt bara :o(
kv utopia
utopia (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 22:33
Mamma mín (snillingur) kenndi mér annað svona í svipuðum dúr til að nota þegar ég er lasin. Þú leggst niður, slakar á og ímyndar þér ljótar ógeðslega bakteríur eða vírusa sem eru að gera þig veika. Svo ímyndarðu þér stór og sterk hvít blóðkorn, rosalega hetjuleg. Svo sérðu fyrir þér hvítu blóðkornin drepa veirurnar alveg í bílförmum! :) Mjög gaman þegar maður er veikur sem krakki og manni leiðist. :)
Dídí (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 01:32
Já það er ekki gaman að vera veikur!
En það er um að gera að hvíla sig sem mest og ekki fara of snemma í ræktina. Verður að jafna sig á þessu fyrst.
En gangi þér samt vel, passa bara að borða holt á meðan þú ert veik :)
Mimzy (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 11:23
Hæ hæ, takk fyrir þetta skvísur :o)
Við erum báðar með einhverja vírusa, ég og stelpan......fórum til læknis í gær og fengum pensílín og með því..:o(
Já er einmitt búin að vera að passa mig að borða bara hollt á meðan ástandið er svona, en svo er bara ósköp lítið sem fer ofan í mig....ekki mikil lyst hér á bæ...Vona að þetta fari nú að ganga yfir hjá okkur :o)
utopia (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 11:33
hæ hæ
Bætti þér við í tenglana á síðunni minni , láttu mig endilega vita hvort að þér sé sama og ef svo er hvort aðþú sérst í réttum flokki hjá mér :) baráttukveðjur
Sara (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 11:43
Hæhæ ég er búin að bæta þér inn á síðuna mína, en hvað það er leiðinlegt að heyra að þú sért svona lasinn :( ekki byrja of snemma að æfa þá líður þér bara verr, vertu bara dugleg að borða hollann og góðann mat og vonandi batnar þér sem fyrst skvísa :)
kv. UNnur
Unnur ( jeg-get) (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 14:37
Hæ, hæ takk, takk fyrir kveðjurnar :o)
Er að vona að þetta fari nú að vera búið hjá okkur mæðgum.
utopia (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.