Laugardagur, 18. ágúst 2007
Sælt veri fólkið :o)
Hæ hæ öll sömul....
Þið hélduð vonandi ekki að ég væri hætt eða lægi dauð í einhverri pest er það..... Nei, nei og aftur nei, en við mæðgurnar erum búnar að liggja gjörsamlega eins og ég veit ekki hvað, skjálfa og svitna til skiptis og með þvílíka hornös og hósta
Þetta er sem betur fer að ganga yfir hjá okkur og allt að losna um í okkur Erum bara búnar að taka því rólega og passa okkur að verða ekki kalt og svona.
Við erum að fara á flugeldasýninguna á eftir klukkan 23.00 en ætlum bara að sitja inn í bíl svo okkur verði ekki kalt...
Mig hlakkar ekkert smá til að fara í ræktina á mánudaginn og hitta þjálfarann minn aftur og svona.... það verður sko vel tekið á veit ég og púlað og púlað
Ég mátaði buxur í morgun sem ég hafði rétt komið upp um mig en gat ekki með nokkru móti rennt þeim upp, því ég er/var með svo stóran malla en viti menn......ÉG KOMST Í ÞÆR OG BARA LÉTTILEGA Var í þeim í allan dag og þær pokuðu meira að segja pínu um mallann á mér svo ég var ýkt ánægð og leið mjög vel í þeim en þær voru ekki svona þröngar og óþægilegar.
Ég ætla að vona að ég hafi ekki bætt á mig á meðan ég hef verið heima ég er búin að passa mig svakalega mikið hvað ég er að borða en MIKIÐÐÐÐÐÐÐ rosalega hef ég saknað þess að fara í ræktina og fá sælutilfinninguna sem ég fæ eftir hverja æfingu
En ég ætla að kveðja í bili því við erum að fara að tía okkur og gera okkur reddí....
Heyrumst síðar og hafið það sem allra best
Kær kveðja Pæjan
Tenglar
Engillinn minn
Vinir/aðrir Bloggarar
Hollar Uppskriftir og Matur
- Matarholan
- Matarvefurinn
- Á næstu grösum
- Heilsuhúsið
- Maður Lifandi
- Solla á grænum kosti
- Hvað er í matinn?
Soon to be babe´s (Átaksbloggarar)
Ýmsir tenglar
336 dagar til jóla
Hvað eru margir í átaki ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að sjá þig aftur hressaog káta
Verður ábyggilega gott að komast út aftur í kvöld þó að þið sitjið í bíl, maður verður eitthvað svo fúll að hanga inni lasinn. vonandi verður bara ykt gaman hjá ykkur.
Ég get sko rétt ýmindað mér að þér hlakki til að fara að æfa aftur, manni líður svo geðveikt vel eftir að maður hefur verið að svitna og púla á tækjunum í ræktinni, þér á sko eftir að líða geðveikt vel eftir ræktina núna
og vá til hamingju með að komast i Gallabuxunar !!!! þér hlítur að líða æðislega, ég var að prufa gallabuxur i gær sem að ég gat rétt komið upp um mig en gat ekki neft, þær voru enþá þröngar en ég er reyndar bara búin að vera í átakinu í 6 daga þannig að það er kanski ekki að marka.
jæja hafðu það gott skvíz og skemmtu þér vel í ræktinni
Kv. Unnur
Unnur ( jeg-get) (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 10:04
Takk dúllurnar mínar :o)
utopia (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 20:06
Hæ skvís
Mikið er nú gott að þið mæðgur skuluð vera orðnar hressar. Maður var nú líka smá farin að sakna þess að fá ekkert blogg frá þér.
En ég skil þig vel að vilja komast aftur í ræktina. Þegar maður er loksins byrjaður þá sér maður hvað þetta gerir manni gott. Ég hef einmitt ekkert farið frá því ég byrjaði að vinna en ég ætla nú að skella mér á morgun í hádeginu og hlakka mikið til.
Við verðum svo endilega að fara að hittast fljótlega,
bestu kveðjur frá Eyjum
Þóra Sigga (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 20:56
Til hamingju með að vera laus við pestina. Gangi þér vel í þessari viku. :)
Dídí (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 13:37
Gott að þú ert hressari :) þú ert greinilega að minnka :) það er flott. Hvernig er mataræðið hjá þér? Ert á ddv eða bara breyta samkvæmt einkaþjálfara? Smá forvitni í mér :) er að reyna að ná tökum á mataræðinu mínu.
Gangi þér áfram svona ofboðslega vel :D
Mimzy (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 13:57
úff .. ég er einmitt að stefna að einum svona buxum ... það er ekki langt síðan að ég keypti þær en núna eru þær svona óþægilegar .. ég kemst í þær en þær eru mjög óþægilegar ... en frábært hjá þér og flott að þið eruð lausar við pestina
sara (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.