Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Það á ekki af manni að ganga.....:o(
Hæ, hæ allir saman...
Ég bið ykkur afsökunar á að hafa ekkert skrifað inn fyrr Það er bara búið að vera bilað að gera hjá okkur. Ég er enn að jafna mig á flensunni og hef því ekkert farið í ræktina Við fengum einnig MJÖG slæmar fréttir í gærmorgun um andlát mjög nærri okkur svo það er búið að vera erfitt hjá okkur í gær og í dag
Þjálfaranum mínum leist ekkert á blikuna þegar ég hitti hann í dag og sagði mér bara að koma eftir helgi að æfa þ.e.a.s á mánudaginn, þar sem ég gæti ekki verið að æfa í þessu ástandi Svo ég ætla bara að hlýða því.....það er svo sem kanski allt í lagi því ég held að líkaminn hafi verið að senda mér SKÝR skilaboð að ég ætti að "SLAKA" aðeins á
Ég hef nú ekki beinlínis hlítt því mikið og hef verið á fullu að hjálpa móðir minni að pakka því hún er að flytja, taka til í geymslunni, hafa mig til fyrir skólann, kaupa skólabækur, hugsa um barnið mitt og fleira og fleira.....svo það hafa ekki verið nein rólegheit hjá mér
En ég hef staðið mig mjög vel varðandi matarræðið og drekk bara vatn og ekkert nammi né gos
Ég vildi bara láta ykkur vita að það er smá hlé núna en það verður tekið rösklega á því eftir helgi.......... Ég hef ekkert stigið á vigtina og ætla ekkert að gera fyrr en á mánudaginn þegar ég fer aftur að æfa........en buxurnar mínar eru orðnar MJÖG víðar og þarf ég að fara að grafa upp gömlu fötin mín svo ég gangi nú ekki um nakin
En ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra núna....bið að heilsa ykkur öllum í bili og vona að þið hafið það sem allra best
Kær kveðja Pæjan
Tenglar
Engillinn minn
Vinir/aðrir Bloggarar
Hollar Uppskriftir og Matur
- Matarholan
- Matarvefurinn
- Á næstu grösum
- Heilsuhúsið
- Maður Lifandi
- Solla á grænum kosti
- Hvað er í matinn?
Soon to be babe´s (Átaksbloggarar)
Ýmsir tenglar
336 dagar til jóla
Hvað eru margir í átaki ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var leiðinlegt að heyra , hringdu endilega í mig við tækifæri knús ogklemm frá mér....
Eva , 22.8.2007 kl. 22:15
Hæ jeg vildi segja að ég samhryggist
hlíddu lækninum taktu því rólega elskan
Unnur (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 06:53
Takk Unnur mín og Eva mín, reyni að hringja í þig í kvöld :o)
Guðlaug Birna, 23.8.2007 kl. 08:51
Passaðu að fara vel með þig, svona áföll geta gengið ansi nærri manni :-/
Glóin
Glóin (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 09:30
Samhryggist þér.
En gaman með fötin samt. Hafðu það gott um helgina og farðu vel með þig.
Mimzy (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 10:50
Hæ hæ og takk fyrir kveðjurnar.
Ég ætla að taka það rólega út þessa helgi og ég fer síðan í ræktina á mánudaginn aftur......svo á að jarða á miðvikudag og mig kvíðir svo mikið til :o( En enn og aftur þakka ég fyrir kveðjurnar elskurnar mínar :o)
utopia (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 17:16
Samhryggist þér og þínum.
Dídí (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.