Fimmtudagur, 30. ágúst 2007
Erfiðir dagar.....
Hæ hæ allir saman...
Við erum búin að eiga erfiða daga núna og hef ég því ekki verið í stuði að skrifa neitt inn. Ég fór í jarðaförina og hún var ofboðslega erfið
Ég er svo þakklát Guði fyrir að eiga heilbrigt barn, það er sko ekki sjálfssagður hlutur og ég held að stundum áttum við okkur ekki á því hvað við erum heppin, það eru svo margir sjúkdómar og margir lasnir og svo er maður stundum að kvarta yfir einhverju smá ....æi ég er bara þakklát og þakka Guði á hverjum degi að ég skuli eiga stundum erfitt en gott líf og yndislega dóttir sem að ég elska út af lífinu Vona að þið skiljið mig.
En ég er búin að mæta í ræktina núna á hverjum degi, stundum aðeins fyrr eða seinna en vanalega en alltaf mætt samt....svo það er gott mál Ég fór í dag og var í rúman 1 og 1/2 tíma. Ég byrjaði að hita upp og fór svo inn í sal með þjálfaranum mínum að lyfta og æfa Þetta var rosalega fínn dagur og ég finn ansi vel fyrir strengjum í höndum og fótum....en það er ekkert sem ekki fer á næstu dögum
Æiii já, annars er lítið að frétta af okkur...en samt allt gott
Ég veit ekki hvort mig á að hlakka til eða kvíða fyrir að stíga á vigtina á morgun.... Ég er svo hrædd um að ég verði ekki ánægð með töluna en það verður víst að koma í ljós á morgun.
Það gengur vel í skólanum, ég er í tölvufræði, efnis og pappírsfræði, mynd og formfræði og myndvinnslu..... Þetta er voða gaman, ég fæ að föndra og svona sem er alveg ég svo ég get ekki verið neitt annað en ánægð
En ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengur í dag....er að fara í heitt bað og láta strengina líða úr mér......hafið það sem allra best og verið góð við hvort annað
Kær kveðja Pæjan
P.s. Ég vil endilega biðja alla kveikja á kerti fyrir litla kút og það er voða sniðugt að setja þetta í favorites hjá sér, þá er hægt að fara hvenær sem er og kveikja fyrir hann. Linkurinn fylgir hér með að neðan..... http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Tjorv
Tenglar
Engillinn minn
Vinir/aðrir Bloggarar
Hollar Uppskriftir og Matur
- Matarholan
- Matarvefurinn
- Á næstu grösum
- Heilsuhúsið
- Maður Lifandi
- Solla á grænum kosti
- Hvað er í matinn?
Soon to be babe´s (Átaksbloggarar)
Ýmsir tenglar
336 dagar til jóla
Hvað eru margir í átaki ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.