Fimmtudagur, 6. september 2007
Jæja tveggja daga færsla....:o)
Hæ hæ......
Jæja, fór í ræktina í gær 5 sept en hafði ekki tíma að skrifa inn í gær
Ég var í 1 og 1/2 tíma í gær að brenna, fór í 10 mín á hvert tæki og endaði á að ég var látin fara upp og niður stigana aftur.... Það eru s.s 35 tröppur í húsinu þar sem ég er að æfa og ein ferð var niður stigana og upp aftur....það var s.s 1 ferð og ég fór 20 svoleiðis
Þetta er í 3 skiptið sem ég hef farið stigana og í fyrsta skiptið var þetta ógeðslega erfitt en núna var þetta miklu skárra svo eitthvað er ég að venjast þessu öllu.
Svo fór ég í morgun klukkan 9.00 og brenndi í klukkutíma og fór svo aftur klukkan 14.00 , lyfti, boxaði og gerði ýmsar aðrar æfingar í 1 og 1/2 tíma Mér fannst frábært að boxa því ég er ekki frá því að þetta losi um spennu sem er í manni Fékk mér svo prótein drykk og prótein SLAM....sem er eitthvað nýtt og því ákvað ég að prófa.
Ég verð mæld, vigtuð og allan pakkann á laugardaginn klukkan 11, því að þá er ég búin með mánuðinn minn í einkaþjálfuninni En ég hugsa að ég reyni bara að taka annan mánuð hjá honum í nóvember...kannski miðjan nóv til miðjan des svo maður verði nú flottur um jólin
En ég þakka ykkur öllum fyrir kommentin og bið ykkur að halda áfram að skrifa hjá mér....því að það er pepp að heyra frá ykkur Svo er líka bara svo gaman að sjá hverjir heimsækja síðuna mína svo endilega allir að kvitta
Ég ætla að kveðja núna.....bið að heilsa ykkur öllum og vona að þið hafið það sem allra best
Kær kveðja Pæjan
Tenglar
Engillinn minn
Vinir/aðrir Bloggarar
Hollar Uppskriftir og Matur
- Matarholan
- Matarvefurinn
- Á næstu grösum
- Heilsuhúsið
- Maður Lifandi
- Solla á grænum kosti
- Hvað er í matinn?
Soon to be babe´s (Átaksbloggarar)
Ýmsir tenglar
336 dagar til jóla
Hvað eru margir í átaki ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel í viktuninni á laugardag
Eva , 7.9.2007 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.