Laugardagur, 8. september 2007
HALLÓ......Nýjar tölur :o)
Hæ, hæ og hó
Jæja, ég fór í ræktina í morgun, brenndi í 20 mín og svo fórum við inn í sal að gera æfingar með lóðum Ég var allt í allt í 1 og 1/2 tíma að æfa í dag.
Svo var ég vigtuð og mæld....og hér kemur niðurstaðan.
23 júlí...... 8 september .......
Þyngd : 121,9 kg Þyngd : 114,1 kg = 7,8 kg farin
Fituprósenta : 44,5 % Fituprósenta : 40,5 % = 4 % farin
Upphandleggur : 44,3 cm Upphandleggur : 40,1 cm = 4,2 cm farnir
Læri : 82,7 cm Læri : 80,7 cm = 2 cm farnir
Mjaðmir : 139,7 cm Mjaðmir : 133,6 cm = 6,1 cm farnir
Mitti : 125,3 cm Mitti : 120,2 cm = 5,1 cm farnir
Já, þá er það komið niður á blað...................
Það eru s.s 7,8 kg farin á 1 mánuði (2 vikur af þessum tíma fóru í veikindi og eina vikuna var ég alein að brenna allan tímann....ég s.s tel ekki vikurnar 2 með) og 17,4 cm í allt, sem er bara rosalega gott eins og þjálfarinn minn sagði Hann sagði mér að þeir karlmenn sem hafa verið hjá honum í þjálfun séu að missa 10 kg svo að ég nokkuð ánægð með þessar tölur
Svo núna fer ég að taka á því sjálf og brenn áfram 3 sinnum í viku og lyfti 2 í viku. Ég ætla a halda áfram að mæta 5 sinnum í viku, því að það hentar mér mjög vel. Ég ætla svo að koma með nýjar tölur á 2 vikna fresti eða svo..... Ég skrifaði niður allar þær æfingar sem hann er búin að láta mig gera hvort sem ég hef verið að brenna eða að lyfta, svo ég er með prógrammið frá honum áfram.
Hann var rosalega ánægður með árangurinn og sagði mér að ég væri búin að standa mig eins og hetja......hann talar líka alltaf um það hvað ég sé þrjósk og hvað það sé gaman að fylgjast með mér að æfa því ég tek þetta bara á þrjóskunni..... En já þá hafið þið það....endilega haldið áfram að fylgjast með og kommenta hjá mér, því að baráttunni er ekki lokið....ekki nærri því strax
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í dag og vona að þið eigið góða helgi það sem eftir er að henni.....
Kær kveðja Pæjan
Tenglar
Engillinn minn
Vinir/aðrir Bloggarar
Hollar Uppskriftir og Matur
- Matarholan
- Matarvefurinn
- Á næstu grösum
- Heilsuhúsið
- Maður Lifandi
- Solla á grænum kosti
- Hvað er í matinn?
Soon to be babe´s (Átaksbloggarar)
Ýmsir tenglar
336 dagar til jóla
Hvað eru margir í átaki ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með þetta dúlla nú ertu búinn að sanna það fyrir sjálfri þér að þú getur misst sjö kíló nú er bara að takast á við næst 7 og svo koll af kolli ......
Ég elska þið Lulla mín þú ert æði guð bless.... og allt gott til þín.
Eva , 8.9.2007 kl. 14:21
Glæsilegur árangur hjá þér
Ég er ekkert smá stolt af þér hvað þú ert búin að vera dugleg og taka þetta með trompi. Þú ert frábær
Gangi þér vel með áframhaldið.
Kveðja frá Eyjum
Þóra Sigga (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 16:54
Halló sæta. Æðislegur árangur hjá þér :) Ég er ekkert smá stolt af þér. Vissi alveg að þú hefðir þetta í þér :) Sorry að ég hringdi ekki í dag. Var að vinna og var búin að steingleyma að þetta væri vinnuhelgi :/ En ég heyri vonandi fljótlega i þér. Bestu kveðjur úr Vesturbænum
Esther frænka (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 22:18
Flott hjá þér! þetta er geggjaður árangur hjá þér stelpa! vóh ef ég næði þó ekki væri helmingi eða 1/3 af þessum árangri á einum mánuðí þá yrði ég ánægð :)
Má ég spyrja þig að 2 spurningum?
Hvernig er mataræðið hjá þér? meina, ertu á ddv, hef ekki tekið eftir því hingða til, gæti hafa farið framhjá mér :)
Og hvar ertu að æfa? ég er að leita að einkaþjálfara, en ég er upp í wc í spöng og veit ekki hvernig ég á að velja þjálfara! Ætla að kaupa mér 2 mánuði.
Vá! þetta er ekkert smá góður árangur hjá þér! Djöfull ertu dugleg :)
Gangi þér áfram svona vel :) þú getur þetta og tekur þetta í nösina! hahaha
Keep up the excelent work!
mimzy (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 17:43
Hæ Mimzy, þú átt skilaboð í kommentunum hjá þér skvís :o)
utopia (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 20:04
Vá !!!! mikið rosalega ertu dugleg kona !!! Til hamingju með árangurinn þetta er æði, þú stendur þig sko ekkert smá vel ! ég lýt sko upp til þín ! :D halda svona áfram skvís !
UNNUR
unnur (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 07:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.