Mánudagur, 10. september 2007
Jæja, ný vika hafin..
Hæ hæ
Jæja fór í ræktina í dag og var í klukkutíma að brenna Það var fínt að fara í dag eftir helgina....
Ég náði svo í snúlluna mína og við fórum aðeins til mömmu minnar að hjálpa henni, síðan komum við heim og er ég búin að vera að taka til í skápunum á heimilinu síðan
Litla snúllan mín á afmæli eftir ca 2 vikur og það verða 2 veislur, önnur fyrir vini (fjölskyldu pabba hennar) og svo fyrir mína fjölskyldu...við urðum að hafa þetta svona því að þetta er svo svakalegur fjöldi að þetta er eins og fermingarveisla
En hún er að verða 3 ára og er algjör pæja.....hún ætlar sko að fá ALLT í afmælisgjöf og þá aðallega Barbie og Sollu Stirðu föt og dót, ég held að hún sé alveg að missa sig út af þessu en það er bara dúllulegt
Ég hef ekki mikið að segja ykkur í dag annað en þetta og bara að við höfum það gott Það er ekki hægt að biðja um meira....er það nokkuð
En ég er að fara að læra núna svo ég vona að þið hafið það sem allra best og þangað til næst Verið góð við hvert annað
Kær kveðja Pæjan
Tenglar
Engillinn minn
Vinir/aðrir Bloggarar
Hollar Uppskriftir og Matur
- Matarholan
- Matarvefurinn
- Á næstu grösum
- Heilsuhúsið
- Maður Lifandi
- Solla á grænum kosti
- Hvað er í matinn?
Soon to be babe´s (Átaksbloggarar)
Ýmsir tenglar
336 dagar til jóla
Hvað eru margir í átaki ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú stendur þig svo vel.
En með þetta prótein eftir kl 16. Er það próteindrykkur eða?
Gangi þér vel :D
Mimzy (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 13:51
Hæ Mimzy....nei þetta er ekki prótein drykkur......þetta er s.s matur sem ég borða sem er bara próteinríkur. Eins og eggjahvítur, soðnar kjúklingabringur, soðinn fiskur og fleira. Ég er ekki að taka neina sheika, töflur eða neitt svo þetta er bara breitt matarræði, hugsunarfar og hreyfing :o)
utopia (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 15:55
Hæ hæ elsku Lulla!
Long time no seen! Varð að kvitta því að Inga Rós segir mér oft hetjusögur af ykkur og ég get ekki annað en dáðst af dugnaðinum í þér!!
Vonandi fer maður fljótlega að drulla sér í það að taka þig sér til fyrirmyndar ;)
Keep up the good work gella!
Heba (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 19:58
Hæ skvísípæ.....
Já hefur hún verið að segja þér sögur....They are all true..hahaha
Þetta er bara rosa gaman og maður hefur svo mikla orku að hálfa væri meir en nóg..æi hvað er gaman að heyra í þér pæja. Vonandi hafið þið það sem allra best og litlu snúllurnar...ertu með síðu fyrir þau?
Á ég kanski að spyrja Ingu Rós út í það....híhí...heyrumst sæta
utopia (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.