Mánudagur, 17. september 2007
Jæja, ég er enn á lífi...
Hæ og hó...
Jæja, ég fór í ræktina á fimmtudag og föstudag og púlaði eins og vanalega....það var lyft á fimmtudag og brennt á föstudag, gerðar magaæfingar og ýmislegt fleira
Fórum svo í afmæli um helgina á Selfoss og það var HRÆÐILEGT veður á heiðinni..... Við lentum í þoku, rigningu, slyddu, hagléli og snjókomu...þetta var ekki gaman.
Það var voða gaman í afmælinu og síðan þegar við héldum heim á leið, þá lentum við í því að koma að slysi uppi á heiði þar sem 2 bílar höfðu rekist saman....
Það voru sjúkrabílar og löggubílar og ég veit ekki hvað og hvað...þetta var ekki skemmtileg aðkoma, svo var okkur tilkynnt að það yrði allavega 2 tíma bið svo við snérum við og fórum þrengslin og þar var þetta fína veður
Svo er bara búið að vera bilað að gera í lærdómi Ég er mikið í þrívíddarteikningum og grafík núna en mér finnst það algjört æði svo það er bara gaman hjá mér í skólanum
Við erum farin að spekúlera og skipuleggja afmælisveisluna hjá skvísunni og henni er farið að hlakka svo mikið til að fá alla gestina og svo auðvitað pakka Þetta verður voða gaman, en ég bara er ekki að trúa því að hún sé orðin 3ára....OMG...hvað tíminn er fljótur að líða.
En ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengur, er að fara að læra og hugsa um matinn og prinsessuna mína, hafið það gott og verið góð við hvort annað
Kær kveðja Pæjan
Tenglar
Engillinn minn
Vinir/aðrir Bloggarar
Hollar Uppskriftir og Matur
- Matarholan
- Matarvefurinn
- Á næstu grösum
- Heilsuhúsið
- Maður Lifandi
- Solla á grænum kosti
- Hvað er í matinn?
Soon to be babe´s (Átaksbloggarar)
Ýmsir tenglar
336 dagar til jóla
Hvað eru margir í átaki ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þú ert rosa dugleg að æfa þig þú hlítur að vera stollt :*
Unnur ( jeg-get) (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.