Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Sæl verið þið :o)

Jæja, þá er komin föstudagur...Smile

Ég fór í ræktina í dag og púlaði í góðan 1 og 1/2 tíma. Hitaði upp í 10 mín, fór svo að lyfta og gera ýmsar aðrar æfingar, endaði svo á að brenna í 20 mín Devil

Ég steig á vigtina þegar ég var búin og hún sýndi 115,6 kg....sem er sama tala og var 10 ágúst, þegar ég vigtaði mig þá.....svo eitthvað hef ég þyngst á meðan ég var lasin....Crying En svo sagði þjálfarinn minn mér það að það væri ekki alveg að marka því að þegar maður er að lyfta að þá þyngist maður oft en svo fer maður að léttast aftur....Blush svo ég ætla bara að vera róleg yfir þessu.

Ég var ekkert voða ánægð með þessar tölur en ég ætla einmitt ekki bara að einblína á vigtina því að sentímetrarnir eru greinilega að fjúka af mér Wink Fötin mín og aðallega buxurnar sem ég tek virkilega eftir eru farnar að poka á mér allar, þannig að það er ekki verra Cool 

Ég ætla svo að fara í ræktina á sunnudaginn í klukkutíma og brenna Cool

Endilega verið dugleg að kveikja á kerti fyrir litla kút........linkurinn er hér til hliðar undir Kertasíða fyrir Tjörva Halo

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í dag...en ég vona að þið eigið góða helgi Grin

Kær kveðja Pæjan Kissing


Erfiðir dagar.....

Hæ hæ allir saman...Smile

Við erum búin að eiga erfiða daga núna og hef ég því ekki verið í stuði að skrifa neitt inn. Ég fór í jarðaförina og hún var ofboðslega erfið Crying

Ég er svo þakklát Guði fyrir að eiga heilbrigt barn, það er sko ekki sjálfssagður hlutur Frown og ég held að stundum áttum við okkur ekki á því hvað við erum heppin, það eru svo margir sjúkdómar og margir lasnir og svo er maður stundum að kvarta yfir einhverju smá Blush....æi ég er bara þakklát og þakka Guði á hverjum degi að ég skuli eiga stundum erfitt en gott líf og yndislega dóttir sem að ég elska út af lífinu InLove Vona að þið skiljið mig.

En ég er búin að mæta í ræktina núna á hverjum degi, stundum aðeins fyrr eða seinna en vanalega en alltaf mætt samt....svo það er gott mál Grin Ég fór í dag og var í rúman 1 og 1/2 tíma. Ég byrjaði að hita upp og fór svo inn í sal með þjálfaranum mínum að lyfta og æfa Devil Þetta var rosalega fínn dagur og ég finn ansi vel fyrir strengjum í höndum og fótum....en það er ekkert sem ekki fer á næstu dögum Wink

Æiii já, annars er lítið að frétta af okkur...en samt allt gott Smile 

Ég veit ekki hvort mig á að hlakka til eða kvíða fyrir að stíga á vigtina á morgun....Shocking Ég er svo hrædd um að ég verði ekki ánægð með töluna en það verður víst að koma í ljós á morgun.

Það gengur vel í skólanum, ég er í tölvufræði, efnis og pappírsfræði, mynd og formfræði og myndvinnslu.....Smile Þetta er voða gaman, ég fæ að föndra og svona sem er alveg ég svo ég get ekki verið neitt annað en ánægð Tounge

En ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengur í dag....er að fara í heitt bað og láta strengina líða úr mér......hafið það sem allra best og verið góð við hvort annað Heart

Kær kveðja Pæjan Kissing

P.s. Ég vil endilega biðja alla kveikja á kerti fyrir litla kút og það er voða sniðugt að setja þetta í favorites hjá sér, þá er hægt að fara hvenær sem er og kveikja fyrir hann. Linkurinn fylgir hér með að neðan.....  http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Tjorv


Strengirnir komnir aftur.....góðir verkir

Jæja, þá er þessi dagur búinn Smile

Ég fór í skólann í dag og það var mjög fínt, fór svo á flakk með mömmu og systur minni Grin Við fórum í Ikea og rúmfatalagerinn og við systur vorum að aðstoða mömmu við að kaupa sér eitt og annað í nýja húsið sitt Tounge Við áttum góðan dag og skemmtum okkur vel.

Litla skvísan mín fór á leikskólann í morgun, mjög glöð að vera ekki lasin lengur því það er bara ekkert gaman Crying

Ég fór í ræktina klukkan 15.00 í dag og var að brenna í 1 klukkustund Devil Endaði svo reyndar á því að taka 100 magaæfingar og 3* 20 æfingar á 2 tækjum fyrir rass og læri.

Litla systir mín kom með mér og hún ætlar að byrja á því að kaupa sér mánaðarkort Smile og koma með mér 5* í viku því að ég sagði henni að ég ætla að halda mig við það, þó að ég eigi bara 1 og 1/2 viku eftir í þjálfun en á svo 5 mánaða kort eftir Angry Svo fengum við okkur prótein eftir æfingu sem var frábært.

Ég fer frekar snemma að æfa með þjálfaranum mínum á morgun því að ég fer svo í jarðaförina hjá litla kút......Frown ohhhh mig kvíðir svo fyrir að ég get ekki lýst því fyrir ykkur.

Mig langar að biðja alla að fara og kveikja á kerti fyrir litla kút....ég stofnaði kertasíðu fyrir hann og hef verið að reyna að halda henni uppi á barnalandi......kíkið við og kveikið kerti fyrir sannri hetju Halo

http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Tjorv

Jæja ég hef þetta ekki mikið lengra í dag og kveð ykkur.....í bili Wink hafið það sem allra best og verið góð við hvort annað.

Kær kveðja Pæjan Kissing


Hallóóóóó.............:o)

Jæja þá er mín mætt aftur Grin Ég vona að þið hafið ekki verið búin að gefast upp á mér....Frown

Ég var að koma úr ræktinni Devil OMG......ég var sko látin púla í 1 og 1/2 tíma Pinch

Ég átti að vera að brenna í dag en ég hitaði upp í 10 mín og svo kallaði þjálfarinn minn á mig inn í sal til að lyfta......Cool Lyfti, gerði 100 magaæfingar og aðrar æfingar í 1 klst og endaði svo á skíðavélinni í 20 mín. Síðan eftir æfingu fékk ég prótein drykkinn minn.

Ennnnn þetta var algjört æði að komast aftur eftir þessi blessuðu veikindi okkar Wink Mér leið svo vel eftir æfingu og fannst ég alveg endurnýjuð Smile Ég fer svo á vigtina á föstudaginn og þá kemur í ljós hvernig mér gengur.....ég held að ég hafi lést meir því að buxurnar mínar eru farnar að poka meir á mér og ég er farin að þurfa að þrengja haldarann minn ansi vel, svo þetta er allt í áttina W00t

Svo fer ég í skólann kl 13.20 og er búin þar klukkan 15.35, þá fer ég að ná í litlu snúllu á leikskólann Joyful

Ætla svo að fara með litlu systir minni að æfa í kvöld klukkan 19.00, hún fer í kick box og ég að brenna í ca 30-40 mín Devil Já það er sko harkan sex í dag (ætla nú samt bara að fara rólega) LoL

En jæja, ég bið að heilsa ykkur í bili og hafið það sem allra best Grin

Kær kveðja Pæjan Kissing

 


Það á ekki af manni að ganga.....:o(

Hæ, hæ allir saman...Smile

Ég bið ykkur afsökunar á að hafa ekkert skrifað inn fyrr Halo Það er bara búið að vera bilað að gera hjá okkur. Ég er enn að jafna mig á flensunni og hef því ekkert farið í ræktina Crying Við fengum einnig MJÖG slæmar fréttir í gærmorgun um andlát mjög nærri okkur svo það er búið að vera erfitt hjá okkur í gær og í dag Frown

Þjálfaranum mínum leist ekkert á blikuna þegar ég hitti hann í dag og sagði mér bara að koma eftir helgi að æfa þ.e.a.s á mánudaginn, þar sem ég gæti ekki verið að æfa í þessu ástandi Frown Svo ég ætla bara að hlýða því.....það er svo sem kanski allt í lagi því ég held að líkaminn hafi verið að senda mér SKÝR skilaboð að ég ætti að "SLAKA" aðeins á Undecided

Ég hef nú ekki beinlínis hlítt því mikið Blush og hef verið á fullu að hjálpa móðir minni að pakka því hún er að flytja, taka til í geymslunni, hafa mig til fyrir skólann, kaupa skólabækur, hugsa um barnið mitt og fleira og fleira.....svo það hafa ekki verið nein rólegheit hjá mér Shocking

En ég hef staðið mig mjög vel varðandi matarræðið og drekk bara vatn og ekkert nammi né gos Devil

Ég vildi bara láta ykkur vita að það er smá hlé núna en það verður tekið rösklega á því eftir helgi..........Cool Ég hef ekkert stigið á vigtina og ætla ekkert að gera fyrr en á mánudaginn þegar ég fer aftur að æfa........en buxurnar mínar eru orðnar MJÖG víðar og þarf ég að fara að grafa upp gömlu fötin mín svo ég gangi nú ekki um nakin Grin

En ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra núna....bið að heilsa ykkur öllum í bili og vona að þið hafið það sem allra best Joyful

Kær kveðja Pæjan Kissing


Sælt veri fólkið :o)

Hæ hæ öll sömul....Smile

Þið hélduð vonandi ekki að ég væri hætt eða lægi dauð í einhverri pest er það.....Wink Nei, nei og aftur nei, en við mæðgurnar erum búnar að liggja gjörsamlega eins og ég veit ekki hvað, skjálfa og svitna til skiptis og með þvílíka hornös og hósta Sick

Þetta er sem betur fer að ganga yfir hjá okkur og allt að losna um í okkur LoL  Erum bara búnar að taka því rólega og passa okkur að verða ekki kalt og svona.

Við erum að fara á flugeldasýninguna á eftir klukkan 23.00 en ætlum bara að sitja inn í bíl svo okkur verði ekki kalt...Grin

Mig hlakkar ekkert smá til að fara í ræktina á mánudaginn og hitta þjálfarann minn aftur og svona.... það verður sko vel tekið á veit ég og púlað og púlað Devil

Ég mátaði buxur í morgun sem ég hafði rétt komið upp um mig en gat ekki með nokkru móti rennt þeim upp, því ég er/var með svo stóran malla Frown en viti menn......ÉG KOMST Í ÞÆR OG BARA LÉTTILEGA W00t Var í þeim í allan dag og þær pokuðu meira að segja pínu um mallann á mér svo ég var ýkt ánægð og leið mjög vel í þeim en þær voru ekki svona þröngar og óþægilegar.

Ég ætla að vona að ég hafi ekki bætt á mig á meðan ég hef verið heima Blush ég er búin að passa mig svakalega mikið hvað ég er að borða en MIKIÐÐÐÐÐÐÐ rosalega hef ég saknað þess að fara í ræktina og fá sælutilfinninguna sem ég fæ eftir hverja æfingu Tounge

En ég ætla að kveðja í bili því við erum að fara að tía okkur og gera okkur reddí....Cool

Heyrumst síðar og hafið það sem allra best Grin

Kær kveðja Pæjan Kissing


Ekkert fjör á þessum bæ.......

hæ, hæ allir.......héðan er ekki gott að frétta því að við mæðgurnar liggjum í ógeðslegri pest Sick

Við náðum okkur í einhverja pest og erum búnar að vera lasnar síðan á laugadagskvöld Frown........og það er ekki bara eitthvað eitt heldur erum við báðar með háan hita, beinverki dauðans, hornös, eyrnaverk og ég er með hálsbólgu Crying

Já þetta er sko ekki skemmtilegt ástand og við liggjum bara eins og klessur Pinch

Ég fór því ekki í ræktina í dag og fer ekki á morgun með þessu áframhaldi Frown......sem ég er ekki að fíla, því að nú er þjálfarinn minn kominn aftur, en NEI þá þarf ég endilega að verða lasin.....*pirr*

Jæja það þýðir víst lítið að vera að böggast yfir þessu.....vildi bara leyfa ykkur að fylgjast með svo þið hélduð nú ekki að ég væri búin að gefast upp Blush

En ég ætla ekki að hafa þetta lengra, því ég er ekki í neinu standi að vera að blogga neitt núna.....hafið það gott og ég heyri í ykkur um leið og okkur er farið að batna Wink

Kær kveðja Pæjan Kissing

 


Góðir hálsar......:o)

Sæl verið þið  Cool

Jæja, jæja, ég var að koma úr ræktinni og ég var bara að brenna í dag  Smile

Ég var í 1 og 1/2 tíma að æfa í dag og púlaði og púlaði Devil fór á skíðavélina í 40 mín, lyfti síðan aðeins ein því að þjálfarinn minn er ókominn, en ég gerði eitthvað af æfingunum sem hann hefur kennt mér gerði það í 20 mín og fór síðan aftur á skíðavélina í aðrar góðar 30 mín Shocking

Já ég var vel þreytt enda tók þetta ansi mikið á mín blessuðu hné, en ég reyndi að hugsa ekki um sársaukann heldur bara hvað ég væri dugleg og taldi niður tíman og peppaði sjálfa mig áfram Grin

EN JÆJA ....... ÞÁ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ GOTT FÓLK W00t TÖLURNAR SEM VIGTIN SÝNDI Í DAG VORU 115, 6 KG......svo að.......síðan á þriðjudaginn þann 7 ágúst (það eru 4 dagar) hafa farið 700 grömm......sem er að ég held ágætt Undecided

Ég náði ekki því sem ég ætlaði mér Frown sem var 114 en ég tek bara meira á eftir helgi....ég ætla ekki að láta það hafa nein áhrif á mig þó ég hafi ekki náð því sem ég vildi.....NO CHANCE IN HELL IM GIVING UP.......LoL BELIVE YOU ME......hahaha

En ætla ekki að hafa þetta lengra í dag og bið að heilsa ykkur öllum, hafið það gott og eigið yndislega helgi  Smile

Kær kveðja Pæjan Kissing

 


Tíminn er fljótur að líða.....

Sælt veri fólkið Smile

Ég fór í ræktina í dag klukkan 13.30 og byrjaði að fara á skíðavélina í 30 mín, því næst fór ég og lyfti  inn í sal í ca 20 mín og fór síðan aftur á skíðavélina í 30 mín.......s.s púlaði í 80 mín í dag Devil Fékk mér svo próteindrykkin minn eftir æfingu og hélt síðan heim á leið, sæl og glöð Joyful

Já ég get sagt ykkur það að ég er orðin mikið orkumeiri en ég nokkurn tímann var fyrir 3 vikum W00t     sem er alveg frábært.

Þjálfarinn minn kemur á laugardagskvöldið svo að ég er bara að brenna áfram...og ég lyfti nú aðeins í dag Tounge Ég ætla ekki að fara á vigtina fyrr en á morgun eftir æfingu....svo ég bíð spennt með að sjá hvað verður farið mikið í viðbót Grin 

En það sem er að renna af mér er líka vatn, ég var með svakalegan bjúg á löppunum og í andlitinu......og fólk er strax farið að sjá mun á mér í andlitinu....svo ég er voða ánægð með árangurinn  LoL

Mér líður svo vel og ég er svo ánægð að vera byrjuð að gera eitthvað í mínum málum, því GOD KNOWS....það var komin tími til Blush En BETRA SEINT EN ALDREI Halo

Ég ætla að láta þetta duga þangað til á morgun og bið að heilsa ykkur öllum....hafið það sem allra best og endilega kvittið fyrir komuna, það er svo gaman að sjá hverjir kíkja .....þó að ég þekki ykkur ekkert Wink og auðvitað alltaf gaman að fá pepp.

Kær kveðja Pæjan Kissing


Burn baby burn .......

Sæl verið þið  Smile

Jæja var að koma heim úr ræktinni, þurfti að fara aðeins fyrr í dag svo ég fór klukkan 13.00 og fór á skíðavélina í 30 mín, hlaupabrettið í 10 mín og aftur á skíðavélina í 30 mín Devil 

Ég svitnaði sko vel í dag.....Sick ég er kominn upp í 123 per min, en var áður eða þegar ég byrjaði í 70 svo það er mjög gott.

Þá finn ég líka aðeins meira fyrir þessu og auðvitað svitna meira fyrir vikið Shocking

Ég hef ekkert farið á vigtina í þessari viku Joyful og ætla mér ekkert á hana fyrr en á föstudaginn.

En þarf að fara núna því ég er að fara a stússast fyrir móðir mína, hef kannski eitthvað meir að segja á morgun......Wink en þangað til hafið það sem allra best og þið sem eruð í átaki......Gangi ykkur vel Cool

Kær kveðja Pæjan Kissing


Næsta síða »

Höfundur

Guðlaug Birna
Guðlaug Birna
Hæ hæ , ég er 28 ára ung kona og bý í Reykjavík ásamt 3 ára dóttur minni. Ég er í skóla og mér finnst skemmtilegast að vera með litlu pæjunni minni, syngja, semja ljóð, mála ofl.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Hvað eru margir í átaki ?

Ert þú í átaki...?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband