Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Þriðjudagur, 25. september 2007
Veikindiiiiiiiiiiii.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 19. september 2007
Halló, halló.
Hæ og hó
Jæja ég fór í ræktina í gær og var að lyfta í ca 1 og 1/2 tíma. Ég tók fyrir efri hlutann og þjálfaði, bak, brjóst, tvíhöfða, þríhöfða, maga og mjóbak Fór svo heim að læra og hugsa um snúlluna mína.
Já og svo fór ég í dag...... AÐ BRENNA
Ég fór í 1 og 1/2 tíma í dag, byrjaði á skíðavélinni í 30 mín, hlaupabrettið í 10 mín, hjólið í 10 mín, hina skíðavélina (m. f. hendur) í 10 mín, 150 magaæfingar, 2*20 kálfaæfingar og 2*30 rass og læri, Já þetta var erfiður dagur í dag en samt gott eftir á.
Kom svo heim og var að læra pínu áðan, ætla að klára í kvöld þegar snúlla litla er sofnuð
Annars er voða lítið að frétta, nema bara að afmælisundirbúningurinn er í fullu gangi og brjálað að gera í skólanum.
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna, ég bið að heilsa ykkur öllum og vona að þið eigið góðan dag
Kær kveðja Pæjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 17. september 2007
Jæja, ég er enn á lífi...
Hæ og hó...
Jæja, ég fór í ræktina á fimmtudag og föstudag og púlaði eins og vanalega....það var lyft á fimmtudag og brennt á föstudag, gerðar magaæfingar og ýmislegt fleira
Fórum svo í afmæli um helgina á Selfoss og það var HRÆÐILEGT veður á heiðinni..... Við lentum í þoku, rigningu, slyddu, hagléli og snjókomu...þetta var ekki gaman.
Það var voða gaman í afmælinu og síðan þegar við héldum heim á leið, þá lentum við í því að koma að slysi uppi á heiði þar sem 2 bílar höfðu rekist saman....
Það voru sjúkrabílar og löggubílar og ég veit ekki hvað og hvað...þetta var ekki skemmtileg aðkoma, svo var okkur tilkynnt að það yrði allavega 2 tíma bið svo við snérum við og fórum þrengslin og þar var þetta fína veður
Svo er bara búið að vera bilað að gera í lærdómi Ég er mikið í þrívíddarteikningum og grafík núna en mér finnst það algjört æði svo það er bara gaman hjá mér í skólanum
Við erum farin að spekúlera og skipuleggja afmælisveisluna hjá skvísunni og henni er farið að hlakka svo mikið til að fá alla gestina og svo auðvitað pakka Þetta verður voða gaman, en ég bara er ekki að trúa því að hún sé orðin 3ára....OMG...hvað tíminn er fljótur að líða.
En ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengur, er að fara að læra og hugsa um matinn og prinsessuna mína, hafið það gott og verið góð við hvort annað
Kær kveðja Pæjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 12. september 2007
Í gær og í dag :o)
Hæ hó
Jæja, þá kemur færsla fyrir daginn í dag og gærdaginn
Fór í gær að lyfta, gekk bara vel..... Ég fór eftir prógramminu sem ég var með og einnig fékk ég prógramm frá þjálfaranum mínum sem ég gat farið eftir Lyfti í 1 klukkutíma og teygði aðeins.
Svo fór ég í dag að brenna og var í rúman 1 og 1/2 tíma.....ég fann fyrir miklum strengjum í löppunum og maganum en það er bara gott Gerði þó 200 magaæfingar til að enda daginn með stæl
Svo fór ég að versla aðeins í dag, fór til mömmu minnar og síðan bara heim að læra Svo elduðum við litla skvísa matinn og erum bara að dúlla okkur, erum reyndar á leið í heitt og gott bað til að slaka aðeins á eftir erfiðan dag....
Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í dag, svo ég bið að heilsa ykkur í bili og vona að þið hafið það sem allra best
Kær kveðja Pæjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 10. september 2007
Jæja, ný vika hafin..
Hæ hæ
Jæja fór í ræktina í dag og var í klukkutíma að brenna Það var fínt að fara í dag eftir helgina....
Ég náði svo í snúlluna mína og við fórum aðeins til mömmu minnar að hjálpa henni, síðan komum við heim og er ég búin að vera að taka til í skápunum á heimilinu síðan
Litla snúllan mín á afmæli eftir ca 2 vikur og það verða 2 veislur, önnur fyrir vini (fjölskyldu pabba hennar) og svo fyrir mína fjölskyldu...við urðum að hafa þetta svona því að þetta er svo svakalegur fjöldi að þetta er eins og fermingarveisla
En hún er að verða 3 ára og er algjör pæja.....hún ætlar sko að fá ALLT í afmælisgjöf og þá aðallega Barbie og Sollu Stirðu föt og dót, ég held að hún sé alveg að missa sig út af þessu en það er bara dúllulegt
Ég hef ekki mikið að segja ykkur í dag annað en þetta og bara að við höfum það gott Það er ekki hægt að biðja um meira....er það nokkuð
En ég er að fara að læra núna svo ég vona að þið hafið það sem allra best og þangað til næst Verið góð við hvert annað
Kær kveðja Pæjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 8. september 2007
HALLÓ......Nýjar tölur :o)
Hæ, hæ og hó
Jæja, ég fór í ræktina í morgun, brenndi í 20 mín og svo fórum við inn í sal að gera æfingar með lóðum Ég var allt í allt í 1 og 1/2 tíma að æfa í dag.
Svo var ég vigtuð og mæld....og hér kemur niðurstaðan.
23 júlí...... 8 september .......
Þyngd : 121,9 kg Þyngd : 114,1 kg = 7,8 kg farin
Fituprósenta : 44,5 % Fituprósenta : 40,5 % = 4 % farin
Upphandleggur : 44,3 cm Upphandleggur : 40,1 cm = 4,2 cm farnir
Læri : 82,7 cm Læri : 80,7 cm = 2 cm farnir
Mjaðmir : 139,7 cm Mjaðmir : 133,6 cm = 6,1 cm farnir
Mitti : 125,3 cm Mitti : 120,2 cm = 5,1 cm farnir
Já, þá er það komið niður á blað...................
Það eru s.s 7,8 kg farin á 1 mánuði (2 vikur af þessum tíma fóru í veikindi og eina vikuna var ég alein að brenna allan tímann....ég s.s tel ekki vikurnar 2 með) og 17,4 cm í allt, sem er bara rosalega gott eins og þjálfarinn minn sagði Hann sagði mér að þeir karlmenn sem hafa verið hjá honum í þjálfun séu að missa 10 kg svo að ég nokkuð ánægð með þessar tölur
Svo núna fer ég að taka á því sjálf og brenn áfram 3 sinnum í viku og lyfti 2 í viku. Ég ætla a halda áfram að mæta 5 sinnum í viku, því að það hentar mér mjög vel. Ég ætla svo að koma með nýjar tölur á 2 vikna fresti eða svo..... Ég skrifaði niður allar þær æfingar sem hann er búin að láta mig gera hvort sem ég hef verið að brenna eða að lyfta, svo ég er með prógrammið frá honum áfram.
Hann var rosalega ánægður með árangurinn og sagði mér að ég væri búin að standa mig eins og hetja......hann talar líka alltaf um það hvað ég sé þrjósk og hvað það sé gaman að fylgjast með mér að æfa því ég tek þetta bara á þrjóskunni..... En já þá hafið þið það....endilega haldið áfram að fylgjast með og kommenta hjá mér, því að baráttunni er ekki lokið....ekki nærri því strax
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í dag og vona að þið eigið góða helgi það sem eftir er að henni.....
Kær kveðja Pæjan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 7. september 2007
Burn baby burn ........
Hæ og hó
Ég fór í ræktina í dag klukkan 14 og æfði í 1 klukkustund. Mér fannst dagurinn í dag frekar erfiður því að ég er með strengi dauðans út um allt
Á morgun er svo komið að því........VIGTUNARDAGUR Já ég verð vigtuð, fitu % mæld og ummál tekið Ég er pínu stressuð og kvíði eilítið fyrir morgundeginum......og aðallega hvort ég sé búin að stand mig nógu vel en það verður víst að bíða þangað til á morgun.
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna, því ég er að fara í bað og svo að lúlla, ég læt vita á morgun hvernig gekk ef ég verð ekki í of miklu sjokki Hafið það sem allra best dúllurnar mínar.
Kær kveðja Pæjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 6. september 2007
Jæja tveggja daga færsla....:o)
Hæ hæ......
Jæja, fór í ræktina í gær 5 sept en hafði ekki tíma að skrifa inn í gær
Ég var í 1 og 1/2 tíma í gær að brenna, fór í 10 mín á hvert tæki og endaði á að ég var látin fara upp og niður stigana aftur.... Það eru s.s 35 tröppur í húsinu þar sem ég er að æfa og ein ferð var niður stigana og upp aftur....það var s.s 1 ferð og ég fór 20 svoleiðis
Þetta er í 3 skiptið sem ég hef farið stigana og í fyrsta skiptið var þetta ógeðslega erfitt en núna var þetta miklu skárra svo eitthvað er ég að venjast þessu öllu.
Svo fór ég í morgun klukkan 9.00 og brenndi í klukkutíma og fór svo aftur klukkan 14.00 , lyfti, boxaði og gerði ýmsar aðrar æfingar í 1 og 1/2 tíma Mér fannst frábært að boxa því ég er ekki frá því að þetta losi um spennu sem er í manni Fékk mér svo prótein drykk og prótein SLAM....sem er eitthvað nýtt og því ákvað ég að prófa.
Ég verð mæld, vigtuð og allan pakkann á laugardaginn klukkan 11, því að þá er ég búin með mánuðinn minn í einkaþjálfuninni En ég hugsa að ég reyni bara að taka annan mánuð hjá honum í nóvember...kannski miðjan nóv til miðjan des svo maður verði nú flottur um jólin
En ég þakka ykkur öllum fyrir kommentin og bið ykkur að halda áfram að skrifa hjá mér....því að það er pepp að heyra frá ykkur Svo er líka bara svo gaman að sjá hverjir heimsækja síðuna mína svo endilega allir að kvitta
Ég ætla að kveðja núna.....bið að heilsa ykkur öllum og vona að þið hafið það sem allra best
Kær kveðja Pæjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 4. september 2007
Jæja ég er öll að koma til :o)
Hellú hellú
Jæja komin heim og er pínu þreytt í dag, ég fór í skólann í morgun og var til hádegis Fór svo í ræktina klukkan 13.30 og var að koma heim núna fyrir korteri síðan Ég bar á mig cello kremið frá Volare, það á að stinna og styrkja húðina, svo ég er farin að bera það á mig áður en ég fer að æfa
Í dag fór ég á skíðavélina í 30 mín, hlaupabrettið í 10 mín, þrekhjólið í aðrar 10 mín, skíðavélina m. f. hendur í 10 mín, aftur á skíðavélina í 10 mín og gerði nokkrar æfingar í lokin
Þetta var góður dagur og ég er öll að lagast í löppinni en það er enn pínu sárt að stíga alveg niður í hælinn Svo er það bara að lyfta á morgun........er enn með strengi frá því á mánudaginn í upphandleggjum, maga, baki og lærum .....en ég læt mig hafa það bara, fer í heitt og gott bað á eftir og ber svo íþróttakremið á mig og vona að ég lagist eitthvað af því.
Jæja ég ætla að fara að læra, hafið það gott
Kær kveðja Pæjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 3. september 2007
Það er svo gaman að vera til :o)
Hej alle sammen
Ég var að koma heim úr skólanum....fór í ræktina klukkan 11 í morgun því svo var skóli eftir hádegi Það var voða fínt. Ég hitaði upp í 5 mín og svo var tekið á því inn í sal með því að lyfta og gera ýmsar æfingar
Já...ég er ekki frá því, þrátt fyrir strengi og svoleiðis að þá er maður miklu orkumeiri og hressari yfir daginn, mér finnst líka svo gaman í ræktinni núna því að ég finn þvílíkan mun á mér
Svo fór ég í skólann í 3 tíma og er nýkomin heim... Ég hef eitthvað gert um helgina með mjöðmina á mér...ég á það til að hrökkva úr mjaðmaliðnum öðru megin af og til og því er ég ansi hrædd um að það sé málið...því að ég er svo kvalin hægra megin Ég æfði nú samt í morgun en var mjög aum og fann til við ýmsar hreyfingar En þetta hlýtur að lagast því að ég er yfirleitt svona í 2-3 daga og svo lagast það....svo ég verð bara að sjá til
Hef þetta ekki lengra í dag....bið að heilsa ykkur öllum
Kær kveðja Pæjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Engillinn minn
Vinir/aðrir Bloggarar
Hollar Uppskriftir og Matur
- Matarholan
- Matarvefurinn
- Á næstu grösum
- Heilsuhúsið
- Maður Lifandi
- Solla á grænum kosti
- Hvað er í matinn?
Soon to be babe´s (Átaksbloggarar)
Ýmsir tenglar
336 dagar til jóla
Hvað eru margir í átaki ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar