Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 13. ágúst 2007
Ekkert fjör á þessum bæ.......
hæ, hæ allir.......héðan er ekki gott að frétta því að við mæðgurnar liggjum í ógeðslegri pest
Við náðum okkur í einhverja pest og erum búnar að vera lasnar síðan á laugadagskvöld ........og það er ekki bara eitthvað eitt heldur erum við báðar með háan hita, beinverki dauðans, hornös, eyrnaverk og ég er með hálsbólgu
Já þetta er sko ekki skemmtilegt ástand og við liggjum bara eins og klessur
Ég fór því ekki í ræktina í dag og fer ekki á morgun með þessu áframhaldi ......sem ég er ekki að fíla, því að nú er þjálfarinn minn kominn aftur, en NEI þá þarf ég endilega að verða lasin.....*pirr*
Jæja það þýðir víst lítið að vera að böggast yfir þessu.....vildi bara leyfa ykkur að fylgjast með svo þið hélduð nú ekki að ég væri búin að gefast upp
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra, því ég er ekki í neinu standi að vera að blogga neitt núna.....hafið það gott og ég heyri í ykkur um leið og okkur er farið að batna
Kær kveðja Pæjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 10. ágúst 2007
Góðir hálsar......:o)
Sæl verið þið
Jæja, jæja, ég var að koma úr ræktinni og ég var bara að brenna í dag
Ég var í 1 og 1/2 tíma að æfa í dag og púlaði og púlaði fór á skíðavélina í 40 mín, lyfti síðan aðeins ein því að þjálfarinn minn er ókominn, en ég gerði eitthvað af æfingunum sem hann hefur kennt mér gerði það í 20 mín og fór síðan aftur á skíðavélina í aðrar góðar 30 mín
Já ég var vel þreytt enda tók þetta ansi mikið á mín blessuðu hné, en ég reyndi að hugsa ekki um sársaukann heldur bara hvað ég væri dugleg og taldi niður tíman og peppaði sjálfa mig áfram
EN JÆJA ....... ÞÁ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ GOTT FÓLK TÖLURNAR SEM VIGTIN SÝNDI Í DAG VORU 115, 6 KG......svo að.......síðan á þriðjudaginn þann 7 ágúst (það eru 4 dagar) hafa farið 700 grömm......sem er að ég held ágætt
Ég náði ekki því sem ég ætlaði mér sem var 114 en ég tek bara meira á eftir helgi....ég ætla ekki að láta það hafa nein áhrif á mig þó ég hafi ekki náð því sem ég vildi.....NO CHANCE IN HELL IM GIVING UP....... BELIVE YOU ME......hahaha
En ætla ekki að hafa þetta lengra í dag og bið að heilsa ykkur öllum, hafið það gott og eigið yndislega helgi
Kær kveðja Pæjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
Tíminn er fljótur að líða.....
Sælt veri fólkið
Ég fór í ræktina í dag klukkan 13.30 og byrjaði að fara á skíðavélina í 30 mín, því næst fór ég og lyfti inn í sal í ca 20 mín og fór síðan aftur á skíðavélina í 30 mín.......s.s púlaði í 80 mín í dag Fékk mér svo próteindrykkin minn eftir æfingu og hélt síðan heim á leið, sæl og glöð
Já ég get sagt ykkur það að ég er orðin mikið orkumeiri en ég nokkurn tímann var fyrir 3 vikum sem er alveg frábært.
Þjálfarinn minn kemur á laugardagskvöldið svo að ég er bara að brenna áfram...og ég lyfti nú aðeins í dag Ég ætla ekki að fara á vigtina fyrr en á morgun eftir æfingu....svo ég bíð spennt með að sjá hvað verður farið mikið í viðbót
En það sem er að renna af mér er líka vatn, ég var með svakalegan bjúg á löppunum og í andlitinu......og fólk er strax farið að sjá mun á mér í andlitinu....svo ég er voða ánægð með árangurinn
Mér líður svo vel og ég er svo ánægð að vera byrjuð að gera eitthvað í mínum málum, því GOD KNOWS....það var komin tími til En BETRA SEINT EN ALDREI
Ég ætla að láta þetta duga þangað til á morgun og bið að heilsa ykkur öllum....hafið það sem allra best og endilega kvittið fyrir komuna, það er svo gaman að sjá hverjir kíkja .....þó að ég þekki ykkur ekkert og auðvitað alltaf gaman að fá pepp.
Kær kveðja Pæjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 8. ágúst 2007
Burn baby burn .......
Sæl verið þið
Jæja var að koma heim úr ræktinni, þurfti að fara aðeins fyrr í dag svo ég fór klukkan 13.00 og fór á skíðavélina í 30 mín, hlaupabrettið í 10 mín og aftur á skíðavélina í 30 mín
Ég svitnaði sko vel í dag..... ég er kominn upp í 123 per min, en var áður eða þegar ég byrjaði í 70 svo það er mjög gott.
Þá finn ég líka aðeins meira fyrir þessu og auðvitað svitna meira fyrir vikið
Ég hef ekkert farið á vigtina í þessari viku og ætla mér ekkert á hana fyrr en á föstudaginn.
En þarf að fara núna því ég er að fara a stússast fyrir móðir mína, hef kannski eitthvað meir að segja á morgun...... en þangað til hafið það sem allra best og þið sem eruð í átaki......Gangi ykkur vel
Kær kveðja Pæjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
Góðan daginn gott fólk....
Jæja, þá fór ég í ræktina í dag og var að brenna, brenna, brenna
Já ég var að brenna í dag, fór á skíðavélina í 30 mín, hlaupabrettið í 10 mín og aftur á skíðavélina í 30 mín....já gott fólk það er sko bara harkan sex
Þetta var góður dagur, mamma mín er komin aftur í bæinn frá Fáskrúðsfirði og það var sko fjör á bænum þegar litla skottið sá ömmu sína aftur eftir 5 vikur
Ég er að passa mig rosalega hvað ég borða og drekk einungis VATN enda besti drykkurinn sem við eigum
Ég þakka ykkur öllum fyrir góð komment og bið ég ykkur endilega að halda áfram að kvitta fyrir komuna, því það hjálpar svo mikið að fá PEPP
En elsku dúllurnar mínar, ég bið að heilsa ykkur í bili, farið vel með ykkur og verið góð við náungann .......því Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir
Kær kveðja Pæjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 3. ágúst 2007
Jæja.....önnur vikan búin :-)
Hæ, hæ....já þá er 2 vikan búin og mín búin að standa sig eins og hetja
Í dag var ég að brenna...ég fór á skíðavélina í 30 mín, svo á hlaupabrettið í 10 mín og svo aftur á skíðavélina í aðrar 30 mín Já þetta var erfitt ennnnnn ÉG gat það...stolt af sjálfri mér.
Á mánudaginn síðasta s.s. Þann 23 júlí var ég 121,9 kg, í dag þegar ég fór á viktina eftir æfingu var ég 116, 3 kg....það eru farin 5 kg og 600 gr Ég er mjög ánægð með árangurinn og er sko líka alveg búin að púla þokkalega mikið. Ætla mér að vera komin í ca 114 næsta föstudag þegar þjálfarinn minn kemur til baka...... ÉG GET, ÉG SKAL, ÉG ÆTLA....
Ég fór síðan og náði í litlu skvísuna mína á leikskólann og síðan fórum við heim
Á svo að hvíla mig á morgun og láta strengina líða úr mér..... En svo á sunnudaginn fer ég líka á þrekhjólið í 30 mín og í labbitúrinn minn í 20-30 mín. Það þýðir ekkert að hætta....ég ætla að taka þetta með TROMPI
En ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í dag gott fólk, bið alla að fara varlega um helgina og MUNIÐ......NEI ÞÝÐIR NEI..... You know the rest....right?
Já eitt áður en ég kveð.....Þakkir til þeirra sem hafa kommentað og gefið mér pepp....það hjálpar mér ótrúlega mikið.....endilega verið dugleg að KVITTA Thank you o so much guys
Kv. Pæjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 2. ágúst 2007
Klukkið búið og hér koma fleiri fréttir.
Jæja...var að koma úr ræktinni áðan, rosa stuð og geggjað gaman
Í dag var ég að brenna í 30 mín, lyfti svo og gerði ýmsar æfingar í 60 mín með þjálfaranum mínum.
Ég steig aftur á viktina og viti menn...600 grömm FARIN Í VIÐBÓT.... Jamm ég er ekki að ljúga....ég er rosalega ánægð með þennan árangur og sömuleiðis þjálfarinn.
Þjálfarinn minn er að fara í smá frí á morgun og kemur í næstu viku, svo ég verð að brenna á morgun, svo aftur á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Á föstudeginum verður líka tekið á því og lyft og gert æfingar .
Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengur í dag elskurnar mínar...svo ég kveð ykkur og óska þess að það fari sér engin að voða um helgina og munið bara að HAFA ÖRYGGIÐ Á ODDINUM..
Knús og kossar frá mér , þangað til seinna...Kv. Pæjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 2. ágúst 2007
Ég var klukkuð svo nú á ég að......
........Segja ykkur eitthvað sem ekki margir vita um mig....hmmmm, látum okkur sjá
1. Ég er alltaf þrífandi
2. Ég átti að heita Birna Guðlaug þar sem amma mín sem ég er skírð eftir kallaði og skrifaði sig alltaf því nafni en fékk svo nafnið Guðlaug Birna, því það var hennar rétta nafn.
3. Ég kann að mála...(ekki margir sem vita það)
4. Ég ELSKA raunveruleikaþætti.
5. Ég er með áráttu með hvar hlutirnir eiga að vera og að allt sé á sínum stað
6. Ég hef ALDREI ( 7.9.13 ) smakkað ólívur.
7. Ég er með geitungafóbíu (OFSAHRÆÐSLU....BIG TIME)
8. Mig langar til að vera grafískur hönnuður.
9. Mér hefur alltaf fundist erfitt að segja NEI við fólk....þangað til núna
10. Ég elsssskaaaaa svið og sviðasultu.
Já þar hafið þið það, ég vona að þið skemmtið ykkur vel að lesa þetta.....
Kv. Pæjan
Bloggar | Breytt 3.8.2007 kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Vúhúúú......næstum 5 kg farin :-)
Jæja gott fólk.....
Ég var að koma heim úr ræktinni og fór aftur á vigtina og hvað haldiði....... næstum 5 kg farin síðan á mánudaginn síðasta...... Ég er mjög ánægð með þetta.
Í dag var ég að brenna....var á skíðavélinni í 30 mín, hlaupabrettinu í 15 mín og aftur á skíðavélina í 10 mín Ógó töffari.
Mér líður rosalega vel og finnst svo gaman......mín kemur bara heim og vill ekki einu sinni borða óhollt
En ekki meira í bili, hafið það sem allra best og þangað til næst
Knús og kossar Pæjan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Koma svo......5 eftir, 4, 3, 2, 1 og búið.....:-)
Jæja, sælt veri fólkið
Ég var að lyfta í dag og við tókum sko þokkalega á í dag.....spurning hvort að strengirnir koma í heimsókn í kvöld eða morgun.... En það er bara góðs viti....þá er þetta allavega að virka
Ég var að æfa í ca 2 tíma í dag, byrjaði á að hita upp í 20 mín á skíðavélinni, lyfti svo lóðum, gerði magaæfingar, rass og læraæfingar og fleira svo mér líður sko þokkalega VEL núna Endaði svo á hlaupabrettinu í 10 mín.....brenna aðeins meira....
En mér líður rosa vel og er svo ánægð að vera að gera eitthvað.....þjálfarinn minn er alveg æðislegur og ég mæli sko með honum við alla, hann er algjör töffari
Svo er það auðvitað að passa áfram hvað maður er að setja ofan í sig og drekka VATN............
En svo er það bara aftur á morgun og brenna, brenna, brenna...........brjálað að gera....
Ég var að hugsa að fara til eyja um helgina en það bæði spáir leiðinlega og einnig vil ég ekki missa úr þjálfuninni...svo ég hugsa að ég fari ekki í þetta skiptið......so sowwy
En ég ætla að láta þetta duga í bili og ég segi bara hafið það gott þangað til næst......
Knús......Pæjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Engillinn minn
Vinir/aðrir Bloggarar
Hollar Uppskriftir og Matur
- Matarholan
- Matarvefurinn
- Á næstu grösum
- Heilsuhúsið
- Maður Lifandi
- Solla á grænum kosti
- Hvað er í matinn?
Soon to be babe´s (Átaksbloggarar)
Ýmsir tenglar
325 dagar til jóla
Hvað eru margir í átaki ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar