Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 30. júlí 2007
Ný vika.....tilbúin í allt :-)
Jæja jæja........ég var viktuð aftur í dag og viti menn, 3 kg farin
Ég var að brenna í dag en ekki lyfta, svo ég var 40 mín á skíðavélinni og 20 á hlaupabrettinu
Mér líður rosalega vel og finnst þetta algjört æði, ég passa mikið hvað ég borða og drekk BARA vatn Þjálfarinn minn er algjört æði og peppar mann þvílíkt áfram, svo ég get ekki verið annað en ánægð
Ég var loksins laus við strengi í gær en nú kemur þetta allt aftur.......svo fer ég að lyfta á morgun sem mér finnst alveg æðislega gaman
En ég hef það ekki lengra í dag.......hafið það gott og takk fyrir kveðjurnar og peppið
Knús og kossar Pæjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 29. júlí 2007
Hæ, hæ......jæja þá fer ný vika að byrja
Sælt veri fólkið.....
Jæja, er búin að taka það rólega um helgina, þannig séð....
Strengirnir eru eiginlega alveg farnir og mín orðin hress fyrir nýja viku
Ég er búin að vera dugleg að fara í heit böð og bera panacosin á allan líkamann, til að draga úr bólgum og verkjum...... en fór nú samt bæði í gær og í dag á þrekhjólið mitt í 20 mín báða dagana
Svo vorum við dóttir mín að koma af róló, við ákáðum að fara út á róló með regnhlíf og í regngalla og hafa smá gaman Fyrst var smá úði en síðan kom sko grenjandi rigning....... en við löbbuðum um allt hverfið og höfðum voða gaman.
Á morgun hefst svo ný vika og ég fer að lyfta á morgun því það var brennsla á föstudaginn..... og mig hlakkar mikið til. Svo ætti að koma í ljós á morgun þegar hann mælir mig aftur hvort eitthvað er farið og hvort ég sé komin með einhvern massa.....
En ég kveð ykkur þangað til á morgun, hafið það gott og kærar þakkir fyrir að kvitta
Knús og kossar Pæjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. júlí 2007
Vúhúúúú......Fyrsta vikan búin
Sælt veri fólkið.....
Jæja, þá er fyrsta vikan búin og ég er enn lifandi....
Í dag var bara brennsla og ég fór á skíðavélina í 30 mín, hlaupabrettið í 20 mín og hina skíðavélina í 20 mín. Þetta var pínu erfitt með strengina sem ég var með en þetta hafðist
Síðan fékk ég prótíndrykkin minn og í dag vildi ég með súkkulaði bragði
Það var ekki vigtun í dag, því ég hafði greinilega misskilið þjálfarann minn en hún verður á mánudaginn og þá fáið þið að vita tölurnar......
En ég fór samt á aðra vigt og miðað við hvað ég var á mánudaginn, sagði viktin að 1 og 1/2 kg væri farið veit samt ekki hvort það er eitthvað að marka það Sjáumst til hvernig fer.....
En ég ætla að kveðja núna......takk fyrir allar kveðjurnar
Knús og kossar Pæjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
Jæja Dagur 4......fúfffffff :-)
Hæ. hæ allir saman.
Jæja þá er ég komin heim af æfingu með þjálfaranum.....gekk bara mjög vel í dag
Í dag var ég látin hita upp á skíðavélinni í 30 mín, síðan gerði ég 300 magaæfingar, já ég sagði 300, enda var ég lagalega búin eftir það (en hvíldi mig auðvitað á milli, annars held ég að ég hefði aldrei getað þetta) En þá var ég heldur ekki búin....því þá fór ég að lyfta og gera æfingar inn í sal í ca 20 mín, svo var það aftur á skíðavélina í 20 mín Ég var orðin laglega þreytt.....hahaha.
Síðan fékk ég minn próteindrykk með jarðaberjabragði í þetta skiptið og hann var bara nokkuð góður verð ég að segja Þá var dagurinn í dag búinn og ég fór og náði í snúlluna mína, kom svo heim og lét renna í MJÖG HEITT bað til að ná úr mér strengjunum sem ég er með bæði í löppunum og upphandleggjunum
En þetta kemur allt saman og ég er að standa mig bara mjög vel, kemst áfram á því hversu þrjósk ég er og svo auðvitað vegna þess hve mikið mig langar að grenna mig
Þangað til á morgun......kveð í bili
Knús og kossar til ykkar sem eru að peppa mig áfram, mér veitir alveg af góðu peppi
Pæjan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
Vúhúúúúú.......Dagur 3 búinn :-)
Hæ, hæ...ég var að koma heim úr þjálfun, dagur 3 er búinn
Í dag var ég látin labba stigana í húsinu, tröppurnar eru 35 og ég fór 20 ferðir.....(s.s. Ein ferð var niður og upp) Og ég svitnaði sko VEL við það....hahahaha.
Síðan næst fór ég á skíðavél í 20 mín, hlaupabrettið í 20 mín og aðra skíðavél, þar sem þú þjálfar hendur líka í 20 mín líka.....I KNOW.....soldið erfitt en mér tókst það nú samt, maður er soddan þverhaus
Eftir það fékk ég próteindrykkinn minn, drakk hann og þá var dagurinn í dag búinn....svo á morgun fer ég að lyfta ÍKTUR TÖFFARI...
Var svo að ná í stelpuna á leikskólann og vorum að koma heim, förum að dúlla okkur eitthvað....
Er farin að passa mjög mikið matarræðið hjá mér líka, sem er bara gott mál
Ég verð að viðurkenna það að ég er að drepast í löppunum eftir daginn í dag en það er líka bara út af því hve lélegu formi ég er í.
Ég er auðvitað allt of þung svo er þetta mikið álag á hnén á mér.....en ég get engum nema sjálfri mér kennt um....svo ég ætla ekkert að vera að væla neitt meir um það, hahahaha
ÉG VONA AÐ ÉG HALDI ÁFRAM AÐ FÁ PEPP FRÁ YKKUR GÓÐA FÓLKI SEM ER AÐ LESA ÞETTA BLESSAÐA BLOGG MITT.....MÉR VEITIR EKKERT AF ÖLLUM ÞEIM STUÐNINGI, SVO KNÚS OG KOSSAR FYRIR ÞAÐ
Takk Dagný dúlla......já við þurfum endilega að vera meir í bandi þegar þú kemur, ég á líka eftir að koma í heimsókn. Og takk við hina líka sem hafa hafa ritað einhver komment, það hjálpar allt saman
En þangað til á morgun....kveð ég í bili og hafið það sem allra best
Kær kveðja Pæjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
My God, hvað manni líður vel....
Jæja var að koma heim úr ræktinni, ég púlaði í 1 og 1/2 tíma í dag.
Ég byrjaði á skíðavél í 20 mín, fór svo og lyfti með þjálfaranum mínum, fór svo aftur á skíðavélina í 10 mín, aftur að lyfta og gera æfingar, fór svo aftur á skíðavélina í aðrar 20 mín og loks gerði ég rass og læra æfingar á dýnu. Fékk svo prótein drykkinn minn eftir æfingu og hann er geggjað góður á bragðið, ekki svona væmin. Svo er ég að taka inn töflur til að losa mig við umfram vökva í líkamanum.
Þjálfarinn minn er bara æðislegur, hann er hress og skemmtilegur og manni langar að standa sig vel. Á föstudaginn verð ég svo viktuð aftur og þá kemur í ljós............ Ég er bara svo feginn að vera byrjuð.
Fór svo og náði í skvísuna mína á leikskólann og komum svo heim. Þetta er búið að vera rosalega góður dagur og ég er mjög stolt af sjálfri mér hvað ég er dugleg.
Ætlum svo að hafa fisk í kvöldmatinn og drekka vatn, því jú það verður líka að passa matarræðið.
En ég ætla að kveðja í bili, fer svo í 20 mínútna labbitúrinn í kvöld.
En bestu kveðjur til ykkar sem þetta lesa, þangað til næst.
Pæjan
Bloggar | Breytt 26.7.2007 kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 23. júlí 2007
Jæja , im back.....
Hæ, hæ. Jæja þá er löngu komin tími á að skrifa eitthvað hér inn. Biðst afsökunar á þessu og kemur aldrei fyrir aftur
Nú er ég byrjuð í ræktinni og það var fyrsti dagurinn í dag.....fékk hálfs árs kort og einkaþjálfun í mánuð. Rosa gaman Ég fór í dag bara í brennslu og var í 50 mín á 3 tækjum. Svitanði eins og ég veit ekki hvað og varð ógeðslega illt í löppunum en gafst ekki upp og stoppaði heldur ekkert (nema auðvitað þegar ég skipti um tæki )hahahaha.
Ég er sem sagt 163 cm áhæð og er 121,9 kg.....s.s alltof þung
Hér getið þið fylgst með ef þið hafið áhuga og kanski sent mér nokkrar línur til að peppa mig áfram....það væri sko ekki verra.
En þangað til á morgun, heyrumst þá
Kisses soon to be pæjan
Bloggar | Breytt 1.8.2007 kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 5. desember 2006
Krakkar mínir komið þið sæl......
Hæ hæ allir saman eða þið sem kíkið hingað
Það er allt gott að frétta og bara brjálað að gera fyrir jólin og svoleiðis. Við erum búin að setja upp fallegu jólaljósin okkar og búin að kaupa allar jólagjafirnar....mín er sko búin að vera dugleg...
Sarah mín er alltaf að verða duglegri og duglegri með hverjum deginum sem líður og er farin að syngja jólalögin hér og í leikskólanum alveg hægri vinstri...þau eru búin að vera að baka piparkökur á leikskólanum og mála jólatré og fullt fleira. Okkur er farið að hlakka mikið til og getum varla beðið eftir að hátíðirnar gangi í garð
Ég hef voða lítið að segja og ekki er mikið meira að frétta, þannig að ég kveð ykkur að sinni og óska þess að allir fari rólega í umferðinni og í jólainnkaupunum
Bless í bili......pæjan
Bloggar | Breytt 24.7.2007 kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8. nóvember 2006
Blogg, blogg, blogg og aftur blogg
Jæja krúttin mín.......
Þið verðið að afsaka að ég hef ekkert skrifað......allt að verða vitlaust út í mann
En allavega þá er bara gott að frétta.......litla pæjan mín búin að vera lasin, fékk lungnabólgu .
Svo fór hún í leikskólann í gær og í dag og er alveg byrjuð aftur núna og ekkert smá glöð....eftir 2 vikur heima...by the way.......orðin ansi þreytt á þessu
Nú er komin ný skoðanakönnun...svo endilega takið þátt..........................
Já svo auðvitað aðal fréttirnar af mér.....ÉG ER BYRJUÐ Í RÆKTINNI OG GENGUR BARA VEL.......ER AÐ BYRJA Á NUPÓ Á MORGUN......
En bless í bili dúllurnar mínar....vá ég á enga vini......hvað eru margir búnir að heimsækja síðuna heilar 4 manneskjur......this is SAD......
En takk þið sem að skrifið og heimsækið mig.........bæó.....pæjan
Bloggar | Breytt 24.7.2007 kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 2. nóvember 2006
Krakkar mínir komiði sæl.....:-)
Jæja jæja......það er eins gott að skrifa eitthvað hér inn annars verður allt brjálað
Það er bara fínt að frétta af mér, litla skvísan mín er búin að vera rosa lasin , fékk lungnabólgu og þurfti pensilín og vesen. Hún er búin að vera heima núna í 2 vikur á morgun þessi litli engill...
en þetta er allt að koma hjá henni....ég veit ekki alveg hvað ég á að skrifa þar sem ég er nú ekki mikill penni en ég skal reyna að vera dugleg framvegis
Nú er ég byrjuð í ræktinni og er farin að taka nupo og líður bara vel með það.....eitthvað verður maður að gera í þessum blessuðu aukakílóum........sem eru orðin ansi mörg
Ætli þetta verði ekki bara átaksblogg og þá bið ég ykkur kæru vinir....þið fáu sem ég á að endilega peppa mig áfram....því ég þarf sko á því að halda....þarf á sparki í rassinn að halda
En ég kveð bara í bili....er að fara í ræktina á morgun....heyri í ykkur seinna
Veriði bless í bili dúllurnar mínar
Kær kveðja pæjan
Bloggar | Breytt 24.7.2007 kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Engillinn minn
Vinir/aðrir Bloggarar
Hollar Uppskriftir og Matur
- Matarholan
- Matarvefurinn
- Á næstu grösum
- Heilsuhúsið
- Maður Lifandi
- Solla á grænum kosti
- Hvað er í matinn?
Soon to be babe´s (Átaksbloggarar)
Ýmsir tenglar
325 dagar til jóla
Hvað eru margir í átaki ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar